Mér þykir rosalega leiðinlegt að tilkynna að það verður enginn æfingaleikur á sunnudaginn :(
Það kom upp einhver misskilningur hjá Grindavíkurstelpum og það er víst danssýning á sama tíma svo þær hafa ekki mannskapinn í leik.
Stefnum samt að því að kíkja á þær í janúar í staðinn.
Við ætlum samt ekki að deyja ráðalaus og stefnum að því að búa til okkar eigið lítið mót á sunnudaginn í staðinn. Það verður semsagt æfing á sunnudaginn í Risanum frá kl 13:00 til 14:00 !
Megið endilega láta orðið berast til ALLRA svo að enginn fari menningarferð til Grindavíkur ;)
kv. Þjálfarar
Bloggar | 28.11.2014 | 13:36 (breytt kl. 15:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarf að fá skráningu sem fyrst !
-Æfingaleikurinn á sunnudaginn úti í Grindavík kl 12:30
-Jólamótið í Egilshöll 13.desember (þarf að staðfesta fjölda liða)
Búnir að skrá sig í æfingaleikinn:
Sigurbjörg, Kristín, Rakel Hjalta, Hildur Jana, Anna Rut, Sóley Lind, Hekla Sif, Eva Dís, Sara Katrín, Þóra, Arnrún,
Búnir að skrá sig á jólamótið:
Sigurbjörg, Kristín, Rakel Hjalta, Hildur Jana, Anna Rut, Sóley Lind, Hekla Sif, Eva Dís, Sara Katrín, Þóra, Arnrún, Katla, Rakel Jóns,
Bloggar | 25.11.2014 | 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góðan daginn góða fólk !
Hérna er það helsta sem er á dagskrá hjá okkur fyrir utan æfingarnar:
Mánudagurinn 24.nóv - Foreldrafundur kl 18:15 (helstu mál: fréttir af æfingum, mót sumarsins, stofnun foreldraráðs o.fl.).
Sunnudagurinn 30.nóv - Æfingaleikur í Grindavík kl 12:30 (mæting 15 mín fyrir settan tíma).
Laugardagurinn 13.des - Jólamót Fjölnis í Egilshöll
Þið megið endilega skrifa í athugasemdir hvort ykkar stúlka komist í æfingaleikinn, jólamótið eða bæði ;)
Einnig er planið að taka vídeóhitting og erum við að pæla að hafa hann frekar jólalegan. Nánar um hann aðeins síðar.
Góða helgi !
kv. Andri
Bloggar | 22.11.2014 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessir snillingar okkar halda áfram að standa sig þvílíkt vel á æfingum.
Rosalega duglegar og kurteisar með meiru.
Þar sem æfingataflan okkar breyttist talsvert í síðustu viku ætla ég bara að staðfesta tímanna okkar:
Miðvikudagar 15:15 til 16:15 (Gervigrasið Ásvellir)
Fimmtudagar 19:00 til 20:00 (Hraunvallaskóli)
Sunnudagar 13:00 til 14:00 (Risinn FH)
Sjáumst hress á æfingum :)
kv. Andri og Gummi
Bloggar | 16.11.2014 | 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stelpurnar voru virkilega duglegar á fyrstu æfingunni okkar í Hraunvallaskóla núna í kvöld :)
Fóru eftir öllum settum reglum hússins og virtust skemmta sér vel.
Á sunnudaginn verður fyrsta æfingin okkar í Risanum (litla knattspyrnuhúsið hjá FH).
6. og 7.flokkur kvenna munu bæði æfa frá kl 13:00 til 14:00. Hóparnir verða samt aðskildir og æfingarnar vel skipurlagðar fyrir hvorn flokk fyrir sig.
Það gilda sömu reglur um fatnað í Risanum og á æfingum á Ásvöllum, klæða sig vel og taka húfu og vettlinga með. Það getur verið kalt þar inni en stelpurnar eru fljótar að ná í sig hita þegar þær fara að hreyfa sig. Í Risanum erum við allavega laus við vind og úrkomu ;)
Sjáumst hress á sunnudaginn kl 13:00
kv. Andri og Gummi
Bloggar | 13.11.2014 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur 10.nóv - Æfing kl 15:15 til 16:15
Miðvikudagur 12.nóv - Æfing kl 15:15 til 16:15
Fimmtudagur 13.nóv - Fyrsta inniæfing í Hraunvallaskóla kl 19:00 til 20:00.
Sunnudagur 16.nóv - Æfing kl 11:30 til 12:30
Í þessari verður sumsé fyrsta inniæfing vetrarins í Hraunvallaskóla og síðasta útiæfingin (í bili) á mánudögum.
Það verður einhver smá bið eftir því hvort við komumst í Risann á sunnudögum.
Á fimmtudagsæfingunum er langbest að mæta með innanhússkó og þæginlegum fötum til að hreyfa sig í.
Og að lokum hvet ég svo alla til að mæta vel klædd á æfingar áfram ;)
kv. Þjálfarar
Bloggar | 10.11.2014 | 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 2.11.2014 | 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)