Færsluflokkur: Bloggar

Fótboltaárið 2015 hafið !

Gleðilegt nýtt ár gott fólk og takk fyrir allar stundirnar saman á því gamla. Nú förum við að byrja aftur og ég vona að það séu allir jafn spenntir og þjálfarinn að mæta aftur á æfingar :)

Fyrsta æfingin okkar á nýju ári verður á miðvikudaginn 7.jan kl 15:15 á gervigrasinu á Ásvöllum og muna að klæða sig vel !
Minni svo á hinar æfingarnar okkar:
Fimmtudagar 19:00 til 20:00 (Hraunvallaskóli)
Sunnudagar 13:00 til 14:00 (Risinn FH)

Sjáumst hress og kát !
kv. Andri og Gummi


Gleðileg jól !

Þá erum við komin í smá jólafrí í fótboltanum og byrjum aftur miðvikudaginn 7.janúar 2015 !
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samveruna á árinu sem er að líða
Sjáumst svo hress á nýju og flottu fótboltaári !
kv. Andri og Gummi

Skilaboð frá ÍTH
Við í jólaþorpsnefndinni erum að skipuleggja skrúðgöngu sem á að vera á Þorláksmessu. Lagt verður af stað frá Ásvallarlaug kl. 19. Við erum að reyna að hafa hesta með í för og svo verða jólasveinar og álfar og fleira skemmtilegt. Okkur datt í hug hvort að einhverjir af ykkar iðkendum væru til í að koma í gönguna með okkur og vera klædd í Hauka búning. Svo fáum við FH líka með okkur. Þessi lið eru svo mikið Hafnfirsk :)
Mæting hjá Ásvallarlaug kl. 18:50. Gangan fer af stað kl. 19 og endar svo í jólaþorpinu með fjöldasöng.


Sjáumst á fimmtudaginn !

Af persónulegum ástæðum verður hvorki æfing né vídeóhittingur á morgun (miðvikudag). Biðst afsökunar.

Á fimmtudaginn verður síðasta æfing fyrir jól í hlýjunni í Hraunvallaskóla !
Það ætla allar að mæta með jólasveinahúfu og sniðið á æfingunni verður extra skemmtilegt og nokkrir óvæntir hlutir :)

Sjáumst á fimmtudaginn !
kv. Andri


Flott mót í dag - FRÍ á sunnudagsæfingunni

Takk fyrir skemmtilegan dag bæði stelpur og foreldrar !
Það er ekki nokkur spurning að Haukastelpurnar eru flottastar :)

Það verður frí á æfingu á morgun !
Dagskrá fyrir komandi viku kemur svo inn á mánudaginn ;)
kv. Andri og Gummi


Jólamótið á laugardaginn !

Þá er komið að Jólamóti Fjölnis sem verður haldið laugardaginn 13.desember í Egilshöll (Grafarvogi, Reykjavík). Mæting hjá liðum 20mín fyrir fyrsta leik við völlinn sem þau spila sinn fyrsta leikinn á.

Öll lið spila 5 leiki sem eru 1x12mín.
Minnum á: haukatreyjuna, legghlífar, vatnsbrúsa, íþróttanammi, haukaskapið.
Greiðsla mótsgjalda fer fram í Sportbitanum (gamla sjoppan í Egilshöll) þar sem veitingasalan verður. Best er ef einn úr hverju liði tekur að sér að safna mótsgjaldi fyrir liðið og fara með.
Eftir síðasta leik hjá stelpunum er farið inn í Sportbitann þar sem þær fá medalíu, pizzu, svala, og gjöf.

Argentínska deildin
Arnrún, Eva, Sigurbjörg, Sóley, Sara,
10:30 - Fram - Völlur 2
11:00 - Valur - Völlur 2
11:30 - Fylkir - Völlur 2
12:00 - KR - Völlur 3
12:30 - Álftanes - Völlur 3

Brasilíska deildin
Kristín, Telma, Hildur, Anna, Alexandra,
10:45 - Þróttur - Völlur 4
11:15 - Valur - Völlur 2
11:45 - Fylkir - Völlur 2
12:15 - KR - Völlur 3
12:45 - Valur2 - Völlur 3

Danska deildin
Viktoría, Rakel, Rakel Jóns, Þóra, Hekla,
10:30 - Fylkir2 - Völlur 7
11:00 - Valur2 - Völlur 7
12:00 - Þróttur - Völlur 7
12:30 - KR2 - Völlur 8
13:00 - Fram - Völlur1

Enska deildin
Arna, Katla, Auður Lilja, Auður Brynhildur, leikmaður úr 7.fl
10:45 - Fram2 - Völlur 7
11:15 - Álftanes - Völlur 7
12:15 - Þróttur - Völlur 7
12:45 - Fjölnir2 - Völlur 8
13:15 - Fram - Völlur 1

Við erum ansi knöpp á að halda úti 4 liðum en ætlum samt að láta reyna á það. Ef eitthvað kemur uppá (7, 9, 13) þurfum við að fá lánsmenn milli liða, þ.e. leikmenn sem eru í pásu milli leikja gætu þurft að aðstoða liðum sem eru að spila.

Sjáumst hress á laugardaginn.
kv. Andri og Gummi


Engin æfing í dag 10.desember

Engin æfing í dag !
Vorum að fá skilaboð frá yfirþjálfara að það er stormviðvörun í kvöld og við því beðin um að hafa ekki æfingu í dag.
Það þjónar heldur engum tilgangi að vera úti þegar það er bæði kalt og mikill vindur (vindkælingin).
Þetta er ein æfing á viku sem við erum úti svo þetta er ekki mikið tap. Tökum því þá rólega í dag og sjáumst hress á morgun inni í hlýjunni í Hraunvallaskóla :)

ÁFRAM HAUKAR !


Jólamótið og dagskrá fram að jólum !

Laugardaginn 13.des verður Jólamót Fjölnis í Egilshöll.

6.flokkur verður á tímanum 11:00 til 14:15, en staðfest leikjaplan kemur eftir helgi.

Við erum skráð með 4 lið og þær sem voru búnar að skrá sig eru:
Sigurbjörg, Rakel, Kristín, Hildur, Anna, Sóley, Hekla, Eva, Sara, Þóra, Rakel Jóns, Katla, Arnrún, Telma, Viktoría, Bryndís, Arna, Auður L, Auður B,
EF ég er að gleyma einhverri eða einver sem vill skrá sig með þá endilega skiljið eftir athugasemd :)

Dagskrá fram að jólum (með fyrirvara um breytingar):
Sun 7.des - Æfing í Risanum/Dvergnum,
Mið 10.des - Æfing á Ásvöllum,
Fim 11.des - Æfing í Hraunvallaskóla,
Lau 13.des - Jólamót Fjölnis,
Mið 17.des - Jólavídeóhittingur (tilkynnt seinna)
Fim 18.des - Æfing í Hraunvallaskóla - síðasta æfing fyrir jól
Mið 7.jan 2015 - Æfing á Ásvöllum - fyrsta æfing á nýju ári

Sjáumst hress og í Haukaskapi á æfingum !
kv. Þjálfarar


Jólabingó á sunnudaginn

Um að gera að skella sér á jólabingó Hauka á Ásvöllum eftir æfingu í risanum sunnudaginn 7.des :)
Bingóið hefst kl 16:30 en húsið opnar kl 16:00.
Heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur verða til sölu, bingóspjaldið kostar 500kr.

Vonumst til að sjá sem flesta !
kv. Knattspyrnufélagið Haukar

P.s. Klikkið á myndina til að sjá hana stærri

image003


Enginn æfingaleikur á Sunnudaginn :(

Mér þykir rosalega leiðinlegt að tilkynna að það verður enginn æfingaleikur á sunnudaginn :(
Það kom upp einhver misskilningur hjá Grindavíkurstelpum og það er víst danssýning á sama tíma svo þær hafa ekki mannskapinn í leik.
Stefnum samt að því að kíkja á þær í janúar í staðinn.

Við ætlum samt ekki að deyja ráðalaus og stefnum að því að búa til okkar eigið lítið mót á sunnudaginn í staðinn. Það verður semsagt æfing á sunnudaginn í Risanum frá kl 13:00 til 14:00 !

Megið endilega láta orðið berast til ALLRA svo að enginn fari menningarferð til Grindavíkur ;)
kv. Þjálfarar


Skrá sem fyrst

Þarf að fá skráningu sem fyrst !
-Æfingaleikurinn á sunnudaginn úti í Grindavík kl 12:30
-Jólamótið í Egilshöll 13.desember (þarf að staðfesta fjölda liða)

Búnir að skrá sig í æfingaleikinn:
Sigurbjörg, Kristín, Rakel Hjalta, Hildur Jana, Anna Rut, Sóley Lind, Hekla Sif, Eva Dís, Sara Katrín, Þóra, Arnrún,

Búnir að skrá sig á jólamótið:
Sigurbjörg, Kristín, Rakel Hjalta, Hildur Jana, Anna Rut, Sóley Lind, Hekla Sif, Eva Dís, Sara Katrín, Þóra, Arnrún, Katla, Rakel Jóns,


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband