#1 - Fréttir af flokknum
Það er búin að vera flott mæting á síðustu æfingar sem einkennast af hressum og duglegum haukastúlkum. Guðmundur Jón Viggósson hefur verið mér til aðstoðar á síðustu æfingum og mun gegna því hlutverki áfram. Ný andlit sjást reglulega og það eru auðvitað allir velkomnir á æfingar til okkar :)
#2 - Klæða sig vel
Nú þegar tekur að kólna er mjög gott að vera vel klædd. Það getur verið gott að taka einni flík of mikið með á æfingu heldur en að vanta. Húfa og vettlingar eru mjög góðir vinir yfir vetrartímann :)
#3 - Varðandi æfingatíma
Á næstu dögum skýrist með inniæfingar í vetur. Það yrði samt líklegast ein æfing í viku sem væri inni í íþróttasal en það er betra en ekkert. Varðandi sunnudagsæfingarnar er líklegt að 6. og 7.fl víxli æfingatímum til að losna við árekstra við æfingatíma í handboltanum.
#4 - Facebooksíða foreldra
Langar að minna á facebook síðu foreldra (þar sem þjálfarinn er reyndar duglegur að troða sér að). Með því að setja Haukastelpur 6.flokkur í leitarorð má finna hópinn :)
#5 - Auglýsing á Frístundaheimili Hauka
Frístundaheimili Hauka er opið alla virka daga kl. 13:00-17:00 og á skertum skóladögum er opið frá 9:00-17:00. Börnin eru sótt í skólann, gangandi ef veður leyfir, annars á rútu. Börnin fá síðdegishressingu (brauð og ávexti) á meðan dvölinni stendur.
Á frístundaheimilinu er farið í alls konar hreyfileiki, glímt við þrautir, leikið með ýmis áhöld og alltaf í boði að taka því rólega og lita, spila, læra o.þ.h. Aðstaða frístundaheimilisins er samkomusalurinn, íþróttasalurinn og umhverfið í kring (úti). Börnunum er fylgt á æfingar og aftur á frístundaheimilið, ef það á við.
Umsjónarmaður frístundaheimilisins (Erna) er íþrótta- og heilsufræðingur með próf í skyndihjálp og björgun. Hún hefur einnig reynslu af því að vinna með börnum og unglingum, meðal annars í forvarnarfræðslu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hauka og með því að senda póst á erna@haukar.is
kv. Andri þjálfari
Bloggar | 6.10.2014 | 21:23 (breytt kl. 21:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)