Stelpurnar voru virkilega duglegar á fyrstu æfingunni okkar í Hraunvallaskóla núna í kvöld :)
Fóru eftir öllum settum reglum hússins og virtust skemmta sér vel.
Á sunnudaginn verður fyrsta æfingin okkar í Risanum (litla knattspyrnuhúsið hjá FH).
6. og 7.flokkur kvenna munu bæði æfa frá kl 13:00 til 14:00. Hóparnir verða samt aðskildir og æfingarnar vel skipurlagðar fyrir hvorn flokk fyrir sig.
Það gilda sömu reglur um fatnað í Risanum og á æfingum á Ásvöllum, klæða sig vel og taka húfu og vettlinga með. Það getur verið kalt þar inni en stelpurnar eru fljótar að ná í sig hita þegar þær fara að hreyfa sig. Í Risanum erum við allavega laus við vind og úrkomu ;)
Sjáumst hress á sunnudaginn kl 13:00
kv. Andri og Gummi
Bloggar | 13.11.2014 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)