Gleðileg jól !

Þá erum við komin í smá jólafrí í fótboltanum og byrjum aftur miðvikudaginn 7.janúar 2015 !
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og þökkum samveruna á árinu sem er að líða
Sjáumst svo hress á nýju og flottu fótboltaári !
kv. Andri og Gummi

Skilaboð frá ÍTH
Við í jólaþorpsnefndinni erum að skipuleggja skrúðgöngu sem á að vera á Þorláksmessu. Lagt verður af stað frá Ásvallarlaug kl. 19. Við erum að reyna að hafa hesta með í för og svo verða jólasveinar og álfar og fleira skemmtilegt. Okkur datt í hug hvort að einhverjir af ykkar iðkendum væru til í að koma í gönguna með okkur og vera klædd í Hauka búning. Svo fáum við FH líka með okkur. Þessi lið eru svo mikið Hafnfirsk :)
Mæting hjá Ásvallarlaug kl. 18:50. Gangan fer af stað kl. 19 og endar svo í jólaþorpinu með fjöldasöng.


Bloggfærslur 19. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband