Nú styttist í að ég þurfi að staðfesta liðafjölda á Pæjumótið. Þær sem hafa nú þegar skráð sig eru: Kristín, Rakel Lilja, Sara Katrín, Arnrún, Hekla, Sara Máney, Rakel Jóns, Arna, (Anna Rut), Bryndís, Hildur, Katla,
Skrá hér fyrir neðan hvort þið komist :)
Pæjumót TM verður haldið dagana 31. janúar og 1. febrúar næstkomandi í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi. Í fyrra var mótið haldið í fyrsta sinn á einum degi, sem reyndist ekki nóg, slíkur var áhuginn. Því er mótið tveggja daga en hver flokkur klárar á einum degi.
Mótsgjaldið eru 2.500 kr. Mótið er mikil og frábær skemmtun en einnig fá allir þáttakendur glæsilegan TM glaðning og þátttökupening, hressingu og myndatöku í mótslok.
Sjáumst svo hress og vel klædd á æfingu á miðvikudaginn !
kv. Þjálfarar
Bloggar | 12.1.2015 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)