Stór upplýsingapóstur (lesa yfir allt)
1. Á morgun verður vídeóhittingur í staðinn fyrir fótboltaæfingu. Við ætlum að hittast við sjálfssalan á Ásvöllum og fara síðan uppá aðra hæð og horfa á mynd saman. Það má endilega taka með sér íþróttanammi (ávexti, gulrætur) til að narta í yfir myndinni.
2. Á fimmtudaginn ætlum við að taka mynd fyrir ljósmyndakeppni pæjumótsins á æfingu. Það er því mikilvægt að ALLIR mæti í rauðu og með góðar hugmyndir að einhverju sniðugu.
3. Næsta sunnudag ætlum við að vera með alls konar þrautir í Dvergnum. Það væri því fínt að sjá sem flestar og helst að taka með buff eða trefil fyrir eina þrautina.
4. Varðandi pæjumótið, þá hef ég ekki enn fengið svar með hvorn daginn verður spilað á. Ég læt ykkur hins vegar vitað um leið og ég fæ svar ! Þessar voru svo búnar að skrá sig: Kristín, Rakel Lilja, Sara Katrín, Arnrún, Hekla, Sara Máney, Rakel Jóns, Arna, (Anna Rut), Bryndís, Hildur, Katla, Auður Lilja, Telma Ýr, Eva, Sóley, Þóra, Auður Brynhildur, Viktoría J,
Upplýsingaveitan verður svo í gangi fram að móti wink emoticon
kv. Andri
Bloggar | 20.1.2015 | 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)