Á morgun, sunnudag, ætlum við að skella okkur saman í smá lautarferð :)
Mætum kl 11:30 fyrir framan aðalinnganginn á Ásvöllum og reiknum með að vera komin aftur um 12:30.
Mæta í hlýum fötum og auðvitað má alltaf taka með sér smá hollt og gott nesti.
Vegna framkvæmdanna á gervigrasinu í þessum mánuði hafa allir flokkar í fótboltanum verið beðnir um að draga úr æfingaálagi eigi þeir enga keppnisleiki eftir. Þetta er gert vegna mikils álags sem er á grasið þessa daganna og því munum við ekki æfa á sunnudögum í september.
Á morgun förum við í lautarferðina okkar og síðan verða æfingar á mánudag og miðvikudag kl 15:30 til 16:30 :)
Æfingatafla knattspyrnudeildar breyttist örlítið og má búast við að hún verði birt eftir helgi. Eina breytingin okkar verður sú að í stað mánudaga æfum við á þriðjudögum og tímarnir í Hraunvallaskóla verða á miðvikudögum í stað fimmtudaga. Æfingar í Risanum byrja svo á sunnudögum í Október. En ég mun setja ítarlegra innlegg um það þegar búið er að staðfesta töfluna.
Sjáumst hress á morgun !
kv. Andri og Gummi
Bloggar | 5.9.2015 | 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)