Góðan daginn kæru stelpur og foreldrar !
Veturinn er nánast genginn í garð og því alltaf gott að klæða sig vel.
Sumar stelpurnar í Risanum í gær voru það vel klæddar að þær urðu meira að segja að geyma sumar flíkurnar til að stikna ekki ;)
Munum H-T-V (húfa, trefill, vettlingar)
Það er búið að vera vel mætt á allar æfingar og mikið fjör. Það er einnig búið að vera miklar framfarir hjá hópnum og við þjálfararnir erum virkilega ánægðir með gang mála !
Á næstu dögum stefnum við að því að hafa smá vídeó-afslöppun (félagslegt) og svo í lok Nóvember/byrjun desember ætlum við að reyna að taka æfingaleik :)
Hlökkum til að sjá ykkur á æfingu á eftir !
kv. Þjálfarar
Athugasemdir
Til markmanna :)
Endilega farið inná bloggið hjá okkur,
www.haukarmarkmenn.blog.is og kíkja á æfingu sem fyrst !
kv. Andri markmannsþjálfari
Andri (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.