Þegar komið er á Sauðárkrók ætlum við að hittast á tjaldsvæðinu kl. 20:00 og ganga saman í þann skóla sem við gistum (kemur í ljós þegar nær dregur). Stefnt er að því að vera á neðra tjaldsvæðinu svo lengi sem við náum því.
Það munu einhverjir fara á miðvikudeginum og taka frá pláss. Það er mikilvægt að setja í athugasemdir í hverju þið gistið þ.e. tjaldi, tjaldvagni, fellihýsi o.s.frv. upp á það að við getum áætlað pláss.
Við erum komin með 4 frábæra fararstjóra sem ætla að gista í skólanum með stelpunum og munu sjá um að koma þeim í morgunmat.
Við munum síðan skipta dögunum á milli okkar allra - á föstudagskvöldinu þegar við hittumst öll þá verður skipulagið komið á blað og því dreift.
Stelpurnar fá morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Þess á milli eru stelpurnar á vegum foreldra og fararstjóra hverju sinni. Við viljum biðja ykkur um að gefa þeim ekki sælgæti, orkudrykki eða annað sambærilegt. Þær þurfa jákvæða orku því þetta verða langir dagar. Einnig munum við hafa eitthvað gott handa þeim til að taka með á kvöldvökuna.
Það sem þarf að hafa meðferðis er dýna, svefnpoki/sæng, koddi, lak, TAKKASKÓR, legghlífar, fótboltasokkar, náttföt, KEPPNISBÚNINGUR, sundföt, sundpoka, handklæði, tannbursta, tannkrem, hlý föt, vatnsbrúsa, Haukahettupeysur (þær sem eiga) og poncho (þær sem eiga).
Leyfilegt er að taka með sér síma, raftæki og spil en þau eru á eigin ábyrgð.
Einnig væri frábært að allar væru með Hauka-TATTOO. Hægt er að kaupa þau á Ásvöllum.
Kveðja Foreldraráð
Athugasemdir
Við förum með fellihýsi
Sigrún Björg (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 15:02
Komum á morgun og verðum i fellihýsi
Viktoría Diljá (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 19:03
Við komum á morgun og verðum í hjólhýsi :)
Berglind (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 20:02
Komum á föstudag. Tjaldvagn.
Elín Klara (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 21:52
Við verðum á tjaldvagni og mætum á föstudagskvöldinu.
kv, Sigmar
Sigmar Scheving (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 22:07
Við verðum í fellihýsi og komum á fimmtudaginn 😊
Kolla (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 22:36
Við erum með mjög stórt þriggja herbergja tjald :) Við komum seinnipart föstudags :)
Eru allar að fara að gista í skólanum? Thelma og nokkrar segjast ætla að sofa í tjöldunum, er það sem sagt í boði?
Harpa Melsteð (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 23:14
Þær hafa allar sofið í skólanum hitt hefur ekki verið rætt.Það eru komnar 4 mömmur að gista í skólanum.
Enika Hildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 23:30
Verðum á Fellihýsi og erum að tjalda núna einn Bliki verður með okkur í búðunum
Kristín Magnea Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 00:01
Er ekki örugglega bara kvöldmatur fyrir stelpurnar á laugardagskvöldið? Er ekki bara í boði að gista í skólanum?
Svandís (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 00:18
Jú bara kvöldmatur à laugardag.Ég held það sé sniðugast því annars vilja allar fara að breyta;)
Enika Jonsdottir (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 00:26
Við komum á föstudaginn og ætlum að gista í skólanum (-:.
Áfram Haukar, Guðbjörg, Elín Björg og Erla Sól
Guðbjörg (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 10:16
Við Bjarney erum hættar við strætó og komum á bíl á föstudeginum. Við verðum bara tvær og gistum í skólanum. Hlökkum til
Palla (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 17:05
Við komum föstudag seinnipart eða kvöldmatarleytið með fellihýsi. kv.Ragnheiður Arna og fjölskylda
Laufey & Torfi (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.