Nú fara upplýsingar af mótinu að detta inn næstu klukkustundir eða næstu daga. Það er orðin mikil spenna finn ég hjá leikmönnum (og þjálfurum) eftir mótinu á laugardaginn.
Það sem við höfum frétt er að hver aldursflokkur spilar sér. Þannig byrjar 6. flokkur um morgunin upp úr kl. 8 og í áttina að hádegi og um hádegsbil tekur 7. flokkur við og verður í 3 klukkustundir að spila og svo endar 5. flokkur í jafnlangan tíma frá ca 14 til um 17 eða ríflega svo. ATH að þetta eru tímamörkin sem eru gefin upp hjá hverjum flokki en tímar hvers liðs fyrir sig eru ekki enn staðfestir.
Svo til að ganga úr skugga um að eitthvað fari úrskeiðis, þá langar mig athuga hvort við séum ekki örugglega með allt á hreinu. Þær sem hafa skráð sig eru : Elín Klara, Sara Katrín, Inga Bryndís, Eva Dís, Hildur Jana, Bjarney, Thelma Ósk, Mikaela Nótt, May, Birgitta Kristín, Auður Brynhildur, Sóley Lind, Krista Sól, Rannveig Þóra, Arnrún Bylgja, Karólína, Viktoría Diljá, Telma Ýr, Berglind, Kristín Björk, (Þórunn og Rebekka)
Ef það er einhverja sem vantar þá endilega skiljið eftir skilaboð í athugasemdum.
Fylgist með næstu daga,
kv. Þjálfarar
Athugasemdir
Hlökkum til að sjá leikafyrirkomulagið og allir hér farnir að hlakka til enda á Kristín Björk 9 ára afmæli á laugardaginn og spennt að eyða hluta úr deginum á fótaboltamóti með þessum flottu fótboltavinkonum:-) Sjáumst hress og kát á laugardaginn kv. Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 12:43
hæ hæ, Svandís Helga mundi vilja taka þátt í mótinu
Sigríður Björk Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 17:49
Ég var að senda tölvupóst á þjálfarann en Katrín Tara myndi vilja vera með á mótinu á laugardaginn. Sjá nánar í tölvupóstinum.
Íris Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 10:17
spennandi, hér er bara tilhlökkun. Eva Dis kemur ekki a æfingu i dag, hún er lasin, stefnir á að mæta frísk á laugardag.
Ròsa (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 11:09
Berta Mjöll kom á fyrstu æfinguna sína í dag og fannst æðislega gaman og ef það er ekki orðið of seint þá langar hana til þess að vera með á laugardaginn. Ef þetta er of stuttur fyrirvari þá er það ok.
Telma Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.