Þá styttist í mótið á laugardaginn, 15.febrúar, sem haldið verður í fyrsta sinn í KÓRNUM í KÓPAVOGI !
MUNA að þáttökugjaldið er 2000kr per einstaklingur og er æskilegast að greiða fyrir fyrsta leik. Gott ef liðin taka sig saman og borga í einum púkk frekar en einn og einn.
Mæting er 15 mínútum fyrir fyrsta leik og skulu liðin mæta við þann völl sem þau hefja leik á. Það er gott að vera tímanlega, því það má búast við margmenni á laugardaginn.
Eftir hvern leik væri best ef liðin héldu hópinn og hefðu gaman saman t.d. með því að hvetja önnur Haukalið ;) Svo skulu liðin vera tilbúin við sína velli ekki seinna en 5 mínútum fyrir sinn næsta leik. Leiktíminn í 6.fl er 1x12mín.
Haukar 1
Berglind, Birgitta, Elín K, Viktoría, Mikaela
Tími - Völlur - Andstæðingur
8:30 - Glódís Perla Viggósdóttir - Víkingur
9:00 - Glódís Perla Viggósdóttir - Valur
9:30 - Glódís Perla Viggósdóttir - Fylkir
11:00 - Glódís Perla Viggósdóttir - HK
Haukar 2
May, Rannveig, Bjarney, Karólína, Sara, Svandís
Tími - Völlur - Andstæðingur
9:00 - Hólmfríður Magnúsdóttir - Þróttur
9:30 - Katrín Ómarsdóttir - Reynir/Víðir
10:30 - Katrín Ómarsdóttir - Grótta
11:30 - Katrín Ómarsdóttir - Keflavík
Haukar 3
Eva, Kristín, Sóley, Thelma Ó, Inga, Þórunn
Tími - Völlur - Andstæðingur
8:30 - Dóra María Lárusdóttir - ÍA
9:00 - Dóra María Lárusdóttir - Grindavík
9:30 - Dóra María Lárusdóttir - Fylkir
11:00 - Dóra María Lárusdóttir - Selfoss
Haukar 4
Telma Ýr, Arnrún, Hildur, Rebekka, Katrín, Auður, (Krista)
Tími - Völlur - Andstæðingur
8:45 - Dóra María Lárusdóttir - FH
9:15 - Dóra María Lárusdóttir - Valur
9:45 - Dóra María Lárusdóttir - Fram
11:15 - Dóra María Lárusdóttir - Víkingur
Ef eitthvað vantar eða spurningar kveikna, þá endilega skiljið eftir línu í athugasemdum.
Þjálfarar verða duglegir að fylgjast með blogginu fram að móti.
Sjáumst hress og kát í Kórnum á laugardaginn !
Áfram Haukar !
Athugasemdir
Rosa gaman á móti.
Mig langar að forvitnast um búningana, er hægt að kaupa þá hjá Haukum eða hvar fást þeir?
Petrína (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.