Áfram Haukar !

Það er ólýsanlega stoltur þjálfari sem skrifar hér stuttan pistil eftir langan, erfiðan en jafnframt frábæran dag !
Ég er að verða búinn að vera að þjálfa núna í níu ár og sjaldan eða aldrei verið jafn ótrúlega stoltur (og montinn) að iðkendunum mínum !
Árangurinn og spilamennskan, leikgleðin og leikskilningurinn fannst mér ná hámarki í dag og eins og ég hef sagt við þær svo marg oft, þær eru frábærar í fótbolta.
En núna ætla ég að reyna að toga mig aðeins niður af þessu bleika skýi mínu og koma mér að efninu.
Létt æfing á mrg, Stelpukvöldið okkar verður mjög líklegast á þriðjudaginn eftir helgi og skipurlag fyrir Króksmótið fer á fullt núna. Ég mun birta liðin fyrir krókinn fljótlega og velja af handahófi liðsstjóra sem munu fá að hita upp, stilla upp og stýra liði í fjarveru þjálfara eða þangað til þjálfari mætir. Einnig hafa örfáir boðið fram aðstoð á króknum t.d. til að vera með stelpunum í gistingu í skólanum og fylgja í mat. En því fleiri sem bjóða fram aðstoð, því minni verður vinnan :)
Ég þakka foreldrum fyrir að hafa mætt og stutt stelpurnar sínar í dag, einnig fyrir þolinmæðina við seinkunn og þeim systkinum sem stukku inn í dómarahlutverkið í dag. 
Áfram Íslensk Kvennaknattspyrna !
Áfram Haukar !
Áfram Við !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra  !  Tek undir að það var spilaður mjög flottur fótbolti á mótinu og aldeilis frábært að spila á heimavelli. Mjög ánægjulegt að sjá uppskeru æfinganna skila sér í góðri spilamennsku. Nú er heldur betur byrjað að telja niður í Sauðárkrók  !! Kv. Rósa (mamma Evu Dísar)

Rósa (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband