Heildarverðið fyrir stelpu fyrir Króksmótið er 10.500kr og skal leggja inná 0140-05-070879. Kt: 141080-3699.
Inní því er mótsgjald, staðfestingagjald, kostnaður þjálfara og fyrir snakki eða gotterí á kvöldvökunni.
Endilega setjið nafn barnsins sem skýringu (fyrir þá sem eiga eftir)
Stelpurnar gista í skólanum og hefur það alltaf verið rosalega stór og skemmtilegur partur af mótinu fyrir þær. Stelpurnar fá morgunmat, hádegismat og kvöldmat á Króknum en þess á milli eru stelpurnar á vegum foreldra og fararstjóra hverju sinni. Einnig munum við hafa eitthvað gott handa þeim til að taka með á kvöldvökuna.
Það sem þarf að hafa meðferðis er dýna, svefnpoki/sæng, koddi, lak, TAKKASKÓR, legghlífar, fótboltasokkar, náttföt, KEPPNISBÚNINGUR, sundföt, sundpoka, handklæði, tannbursta, tannkrem, hlý föt, vatnsbrúsa, Haukahettupeysur (þær sem eiga) og poncho (þær sem eiga).
Peysurnar verða tilbúnar fyrir mótið, þær sem pöntuðu peysu.
Þjálfari dró af handahófi liðsstjóra fyrir liðin. Verkefnið sem liðstjórinn fær er að stilla upp og stýra liði í fjarveru þjálfara eða þangað til þjálfari kemur. Þetta er mikill fjöldi af leikjum og hugsanlegt að einhverjir leikir verði á sama tíma eða að þjálfari er að koma á sama tíma og leikurinn er flautaður á. Liðstjórar liðanna eru skráðir undir hverju liði.
Birgitta Kristín, Berglind, Viktoría, Elín Klara, Mikaela, May
-Þröstur (Berglind)
Bjarney, Rannveig, Thelma Melsteð, Karolína, María, Auður S, Sara
-Harpa (Thelmu M.)
Eva, Rebekka, Arnrún, Sylvía, Inga Bryndís, Auður Brynhildur,,
-Bogga (Arnrún)
Hildur Jana, Telma Ýr, Hera Brá, Sóley, Krista, Kristín,
-Guðmundur (Telma)
Ef ég er að gleyma einhverri eða einhverja vantar, þá endilega láta mig vita sem allra fyrst !
Liðsstjóra-hlutverkið er eitt af þeim fjölmörgu hlutverkum sem deilast út. Ef allir taka að sér lítið hlutverk er minni vinna sem deilist á alla. Það sem er hvað stærst er: gisting með stelpunum í skólanum, fylgja stelpunum í morgunmat, fylgja stelpunum í kvöldmat, fara með í sund, kvöldvakan. Nú er bara að deila verkum með sér :)
Flokkur: Bloggar | 24.6.2014 | 21:58 (breytt 26.6.2014 kl. 07:33) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.