Færsluflokkur: Bloggar

Æfing og auglýsing

Ætla bara að minna á æfingarnar á morgun (sunnudag) og á mánudaginn.
Það er spáð rigningu þessa daga, svo um að gera að klæða sig vel :)

Svo er hérna auglýsing frá kvennaráði Hauka:

Kæru Haukarar,

Frábær fjáröflun sem kvennaráð yngri flokka Hauka hefur sett á lagirnar. 
1.júní kl. 12:00 verður Haukaforsýning á myndinni Töfralandið OZ, Dóratea snýr aftur. http://www.laugarasbio.is/?p=movie&id=668

Miðaverð kr. 1.500. innifalið er auk miðans lítið gos og popp. 
Fyrir hvern seldan miða fá hver iðkandi 350 kr. 
Skemmtileg fjáöflun þar sem t.d. stórfjölskyldan, bekkjafélagar, vinur og aðrir skemmtilegir geta gert sér glaðan dag á þessari skemmtilegu mynd. 
Framkvæmdin er þannig að kvennaráðið mun sjá um að selja miðana og gera upp við iðkendur og verða þeir til sölu á Ásvöllum, mánudaginn 26.maí, þriðjudaginn 27 maí og miðvikudaginn 28 maí milli 18 til 18:30 
Nánari upplýsingar veita Hlynur í síma 698-2603 eða Margrét í síma 860-8161 
Ath það er takmarkað sætaframboð.

Sumarkveðja 

Hlynur, Enika, Margrét, og Karl Rúnar. 


Muna líka eftir æfingunni á sunnudaginn :)

 Ýtið á myndina til að stækka hana 

10305048_10203438435069273_392591853199071143_n


Hafa allt á hreinu !

Til að koma í veg fyrir allan misskilning:

6.fl kvenna spilar á VÍS-móti Þróttar laugardaginn 31.maí.

Það er góð skráning og vissulega enþá hægt að skrá sig í athugasemdum.
Þær sem eru þegar búnar að því eru:  Bjarney, Sara Katrín, Sóley, Eva Dís, Rebekka, Arnrún, Rannveig, Berglind, Viktoría, Sigurbjörg, Elín Klara, Birgitta Kristín, May, Mikaela, Hera, María, Karólína, Sylvía.

Æfingatafla sumarsins lætur aðeins bíða eftir sér en það er mjög líklegt að flokkurinn æfi mánudaga til fimmtudaga í sumar frá kl 15:00 til 16:15. Bara fyrir þá sem vilja skoða möguleikann á sumarnámskeiðum og tilheyrandi ;)

Meira síðar.
kv. Andri þjálfari 


Haukar eru bestir !

Meistaraflokkurinn vill senda þakkir til þeirra stelpna sem leiddu inná í dag og voru boltasækjar ! Mjög ánægðar með ykkur :)
Það var búið að segja við mig að þær myndu fá eitthvað eftir leikinn en svo var ekki og það vissulega svekkjandi. Eftir að hafa samt rætt við stelpurnar í meistaraflokknum náðum við að semja um að þær myndu kíkja á æfingar hjá okkur í sumar af og til og okkar stelpur myndu þá vera boltasækjar á einhverjum heimaleikjum.

Að lokum langar mig að biðja ALLA foreldra um að lesa bloggið hér fyrir neðan og skrá á hvaða mót stelpurnar komast í sumar. 
EINNIG VERÐ ÉG AÐ FÁ AÐ VITA HVERJIR KOMAST Á VÍSMÓTIÐ SEM FYRST !

Sjáumst hress á æfingum,
kv. Andri þjálfari

5 mikilvægir punktar !

Punktur 1 - Æfingin á sunnudaginn gæti orðið með skrítnu sniði. Þannig er mál með vexti að það er settur leikur á vellinum á æfingatímanum okkar en við höfum alltaf séð sólina gegnum skýin. Ég bið iðkendur bara að mæta við gervigrasvöllinn á settum æfingatíma og við gerum gott úr hlutunum.

Punktur 2 - Nú styttist í VÍS-mótið sem verður laugardaginn 31.maí. Það væri mjög gott að fá staðfestingu í athugasemdum, bæði hvort iðkandi komist á mótið eða komist ekki. Greiðslufyrirkomulag verður sett inn á síðunna fljótlega. VÍS-mótið er dagsmót, þar sem hvert lið spilar 4-5 leiki og að mótinu loknu verður myndataka ásamt alls kyns glaðningum. 

Punktur 3 - Á sunnudaginn er fyrsti leikur í Íslandsmóti hjá Meistaraflokki kvenna hjá Haukum. Leikurinn er á okkar æðislega heimavelli og mikil spenna fyrir sumrinu. Stelpurnar í meistaraflokknum hafa óskað eftir því að við leiðum inná fyrir leik ásamt því að fá nokkrar til að vera boltasækjar meðan á leik stendur. Þetta er mikill heiður og auðvitað gaman að sjá eldri haukastelpurnar spila á heimavellinum okkar :)
Þær sem vilja leiða inná og vera boltasækjar mega mæta hjá sjálfsalanum á Ásvöllum á sunnudaginn kl 13:45.

Punktur 4 - Mótin í sumar. Þar sem þjálfari er núna að undirbúa sumarið og skrá lið á mótin í sumar væri mjög fínt að gera óformlega könnun og biðja foreldra um að setja einnig í athugasemdir á hvaða mót iðkandi kemst í sumar. Þetta er bara gert til að auðvelda skráningu fyrir þjálfara :)
Mótin í sumar: VÍS-mótið 31.maí, Sauðárkrókur 28.-29.júní, Símamótið 17.-20.júlí og Arionbankamótið lok ágúst.

Punktur 5 - Síðustu þrjár æfingar hefur þjálfari gert óformlega könnun á æfingu til að sjá hversu margar stúlkur mæta á æfingu í legghlífum og með vatnsbrúsa. Þrátt fyrir að hafa tekið sig á í legghlífamálum er enþá minna en helmingur sem mætir á æfingar í legghlífum.

Kv. Andri þjálfari

Dómaranámskeið

Sælir foreldrar
 
Nú á fimmtudag verður KSI með dómaranámskeið á Ásvöllum kl. 17:00.   Allir foreldrar iðkennda í öllum flokkum HAUKA  eru velkomnir á þetta námskeið og óskar knattspyrnudeildin eindregið eftir því að sem flestir mæti!

Það auðveldar allt starf deildarinnar mjög að geta leitað til áhugasamra foreldra með að dæma leiki yngri flokka Hauka í Íslandsmóti og einnig í æfingaleikjum. Einnig verðið þið líka fróðari um knattspyrnu og reglur leiksins og getið þannig frætt börnin ykkar um það þegar að fylgst er með leikjum í sjónvarpi eða á vellinum.
 
Ef fólk situr þetta dómaranámskeið og tekur prófið úr því (mjög létt krossapróf) þá öðlast viðkomandi svokallað unglingadómarapróf, það veitir rétt til að dæma í 4. flokk og neðar og vera aðstoðardómari í 2.flokk og neðar. Ef viðkomandi dæmir 10 leiki á sama ári og hann tekur prófið þá fær hann aðgangsskírteini frá KSI á alla leiki í knattspyrnu á vegum KSI  (pepsi, 1. deild og landsleiki osv. fr.)
 
Þeir sem hafa áhuga á þessu endilega setjið ykkur í samband við undirritaðann eða dómarastjóra Hauka Kristjan Ara haukadomgaesla@gmail.com  nú eða mætið bara á Ásvelli kl. 17:00 á fimmtudag.
 
Virðingarfyllst
Jón Erlendsson
Formaður Knattspyrnudeildar Hauka

Áfram Haukar

Ég þakka samveruna í dag í litlu lautarferðinni okkar :)

Minni svo á að vera duglegar að mæta á æfingar og gera sitt besta !

Upplýsingar frá VÍS-mótinu: 6.flokkur kvenna spilar laugardaginn 31. maí.

Fyrir foreldra nýrra iðkenda, að þá má finna slóðina á facebook-síðu foreldra með því að ýta hér

kv. Andri þjálfari

Lautarferð á sunnudaginn

Það eru leikir á vellinum á sunnudaginn svo við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt í staðinn fyrir æfingu.
Hugmyndin er að fara í smá lautarferð og skemmtilega útileiki.
Við mætum fyrir utan Ásvelli kl 10, gott að hafa smá nesti með í bakpoka og verðum komin aftur að Ásvöllum um kl 11.
Þeir foreldrar sem vilja slást með í för eru hjartanlega velkomnir :)
Svo þá er bara þrennt sem þarf að muna eftir: klæða sig eftir veðri, hollt og gott nesti og haukaskapið !

Sjáumst hress á sunnudaginn,
kv. Þjálfarar

Sumarið að hefjast !

Núna er sumarsólin farin að kíkja á okkur og ekkert betra í góðu veðri en að fara á fótboltaæfingu.
Munið að það er gott að taka með vatnsbrúsa, því maður getur orðið þyrstur í heitu veðri.
Dagskrá fyrir maí-mánuð kemur inná bloggið í vikunni.
Sjáumst hress á æfingum :)

kv. Þjálfarar 


Legghlífar + Vatnsbrúsi = Mikilvægt

Núna þegar sumarið nálgast er gott að hafa vatnsbrúsa við hendina og þá sérstaklega þegar farið er á æfingu. Hvetjum stelpurnar til að hafa með sér vatnsbrúsa enda mikilvægt þegar maður er duglegur á æfingum.
Ég fékk einnig góða ábendingu eftir æfingaleikinn síðasta laugardag en það var hve fáar voru með legghlífar. Þessi litli og einfaldi búnaður gerir ótrúlega mikið og getur komið í veg fyrir mikil óþægindi sem geta komið óvart uppá í leikjum og á æfingum. Hvetjum stelpurnar líka til að fara að nota legghlífarnar meira.

Minnum svo á æfingarnar okkar sem hafa verið rosalega fjölmennar síðustu skipti, sem er ekkert nema æðislegt !
ÁFRAM HAUKAR !
kv. Þjálfarar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband